Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2017 14:07
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Costa vill vera áfram hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um Diego Costa undanfarna daga og var hann ekki í leikmannahóp Chelsea sem lagði Englandsmeistara Leicester auðveldlega að velli um síðustu helgi.

Talið var að Costa og Conte hefðu átt í rifrildum fyrir leikinn gegn Leicester, en Conte hefur alltaf haldið því fram að hann hafi verið að hvíla sóknarmanninn vegna bakmeiðsla.

„Ég er búinn að heyra mikið af orðrómum um Diego. Það eina sem skiptir máli er að hann æfði með okkur í gær og er klár í slaginn um helgina," sagði Conte á fréttamannafundi í dag.

„Leikmaðurinn vill vera hjá Chelsea, honum líður vel hérna og ég skil ekki hvað vandamálið er.

„Diego er góður leikmaður og góð manneskja og öll hans einbeiting fer í að gera vel fyrir félagið."


Þá staðfesti Conte að Chelsea hafi hafnað 10 milljónum punda frá Bournemouth fyrir varamarkvörðinn Asmir Begovic, en talið er að Chelsea vilji fá 12 milljónir fyrir Bosníumanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner