Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2017 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern með dramatískan sigur
Lewandowski reyndist hetja Bayern.
Lewandowski reyndist hetja Bayern.
Mynd: Getty Images
Freiburg 1 - 2 Bayern
1-0 Janik Haberer ('4 )
1-1 Robert Lewandowski ('35 )
1-2 Robert Lewandowski ('90 )

Risarnir í Bayern München lentu í vandræðum með Freiburg í fyrsta leik þýsku Bundesligunnar eftir vetrarfrí, en leikurinn fór fram í kvöld.

Freiburg, sem spilaði á heimavelli, komst yfir snemma leiks þegar Jannik Haberer skoraði, en Bayern náði að jafna áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Robert Lewandowski var þar að verki.

Heimamenn í Freiburg virtust lengi vel ætla að halda á jafnteflinu, en þegar komið var fram í uppbótartíma kom sigurmark Bayern. Það var aftur Lewandowski sem skoraði og reyndist hann hetja Bayern í kvöld.

Með þessum sigri er Bayern komið með sex stiga forskot á spútniklið RB Leipzig. Freiburg er um miðja deild, nánar tiltekið í áttunda sæti, með 23 stig.

Stöðutöfluna í deildinni má sjá hér að neðan, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner