Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2017 15:46
Elvar Geir Magnússon
Sagt að Özil sé kominn í tveggja vikna frí
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil hefur verið langt frá sínu besta síðustu vikur og nú berast fréttir af því að Arsene Wenger hafi ákveðið að gefa þýska landsliðsmanninum frí til að hlaða rafhlöðurnar.

Özil birti mynd af sér í flugvél á samskiptamiðlum í dag og verður því væntanlega ekki með í bikarleiknum gegn utandeildarliðinu Sutton í kvöld.

Özil hefur fengið harða gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Eftir leikinn gegn Sutton mun Arsenal ekki spila aftur fyrr en 4. mars þegar leikið verður gegn Liverpool.

Stuðningsmenn Arsenal bregðast misjafnlega við þessum sögusögnum um að Özil sé kominn í tveggja vikna frí.
Athugasemdir
banner