Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. apríl 2015 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Illaramendi vill ólmur vera áfram hjá Real Madrid
Asier Illarramendi þekkir úlpuna vel en hann er mikið í henni á leikjum liðsins.
Asier Illarramendi þekkir úlpuna vel en hann er mikið í henni á leikjum liðsins.
Mynd: Getty Images
Asier Illarramendi, leikmaður Real Madrid á Spáni, segist ólmur vilja vera áfram hjá félaginu en hann hefur verið í aukahlutverki á Bernabeu í vetur.

Illarramendi kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2013 en honum hefur gengið illa ða festa sig í sessi í byrjunarliði félagsins.

Hann hefur einungis byrjað ellefu leiki á þessari leiktíð en hann kom inná sem varamaður fyrir Luka Modric í 3-1 sigrinum á Malaga um helgina.

Ljóst er að Modric verður frá út tímabilið og gæti því Illarramendi fengið að spreyta sig meira.

,,Ég er með samning hér og ég er mjög ánægður hjá félaginu. Mér gekk illa að aðlagast liðinu á fyrsta tímabilinu mínu hérna en ég er samt sem áður ánægður og vill auðvitað vera áfram," sagði Illarramendi.
Athugasemdir
banner
banner