Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. maí 2018 19:26
Ingólfur Páll Ingólfsson
Suso opinn fyrir endurkomu á Anfield
Mynd: Getty Images
Suso segist vera opinn fyrir því að snúa aftur til Liverpool en hann hefur þótt standa sig vel hjá AC Milan undanfarið.

Spánverjinn hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield en hann lék 21 leik fyrir aðallið Liverpool á sínum tíma.

Hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að hann kom til AC Milan og er í dag einn af lykilmönnum Gennaro Gattuso.

„Fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni er öðruvísi, ég myndi kalla hann sérstakan. Ég myndi vilja spila aftur fyrir Liverpool einn daginn. Ég ólst upp þar og þetta er stór klúbbur," sagði Suso.

„Ég er mjög ánægður hjá Milan. Þegar orðrómar fara á kreik um að ég sé á förum svara ég að ég sé ánægður hér og ég held að klúbburinn sé með mér."

„Ég er með klásúlu og það var eitthvað sem bæði Milan og ég vildum. Ef félagið vill halda áfram að vera meðal bestu liða og telja sig þurfa á mér að halda þá er ég hér fyrir þá."
Athugasemdir
banner
banner