Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. ágúst 2014 18:33
Elvar Geir Magnússon
Marcos Rojo til Man Utd - Nani til Sporting (Staðfest)
Mynd: Manchester United
Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester United. Rojo getur bæði leikið sem miðvörður og sem bakvörður en hann kemur frá Sporting Lissabon í Portúgal.

Hluti af samningnum er að portúgalski vængmaðurinn Nani fer á lán til Sporting út tímabilið.

Rojo er 24 ára og gekk í raðir Sporting frá Spartak Moskvu en hóf sinn feril hjá Estudiantes í heimalandinu. Hann hefur leikið 28 landsleiki fyrir Argentínu og var valinn í úrvalslið mótsins.

„Það er þvílíkur heiður að geta sagst vera leikmaður Manchester United. Enska úrvalsdeildin er mest spennandi deild heimsins og þetta er draumur að rætast," sagði Rojo.

Haft er eftir Louis van Gaal á heimasíðu Manchester United að Rojo sé gríðarlega hæfieikaríkur leikmaður sem eigi bjarta framtíð.

Ólíklegt er að stuðningsmenn Manchester United muni sakna Nani en leikmaðurinn hefur lítið sem ekkert sýnt undanfarin ár eftir lofandi byrjun í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner