Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. september 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Hodgson: Breytist ekki á einni nóttu
Sáttur.
Sáttur.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, nýráðinn stjóri Crystal Palace, var ánægður með 1-0 sigurinn á Huddersfield í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hodgson segir hins vegar að það taki tíma að bæta spilamennsku liðsins.

Hinn sjötugi Hodgson tók við Palace af Frank De Boer í síðustu viku en Hollendingurinn var rekinn eftir tap í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.

Hogdson var sáttur með fyrsta sigur Palace á tímabilinu en spilamennska liðsins var góð og Mamadou Sakho kom öflugur inn í vörnina.

„Leikmenn skilja eins og stuðningsmennirnir að við getum ekki lagað svona vandræði á einni nóttu," sagði Hodgson eftir leikinn.

„Þetta verður langur og erfiður vegur. Við vitum að það er ljós við enda ganganna og ég sá byrjunina á því í dag."
Athugasemdir
banner
banner