Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 20. nóvember 2014 13:39
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
FH reynir að kaupa Þórarin Inga
Þórarinn Ingi í leik með ÍBV.
Þórarinn Ingi í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, er á óskalista FH. Hafnarfjarðarfélagið hefur gert tilboð í leikmanninn og er það í skoðun.

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segir að það sé eina formlega tilboðið sem hafi borist í leikmanninn.

„Þetta er í skoðun en það er ekkert víst hvort eitthvað gerist. Það er annars lítið að frétta hjá okkur," segir Óskar.

FH-ingar enduðu í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og eru í leit að mögulegum liðsstyrk.

Þórarinn Ingi sagði við Fótbolta.net í síðasta mánuði að stefna sín væri sett á að komast út.

„Minn hugur leitar út. Ég hef fengið smjörþefinn af því að spila úti og ég hef bætt mig sem leikmaður þar," sagði Þórarinn sem var í láni hjá Sarpsborg í eitt og hálft ár áður en hann kom aftur til ÍBV í sumar.

Þórarinn var í íslenska landsliðshópnum í fyrstu þremur leikjum undankeppni EM en kom ekki við sögu.

„ÍBV stendur ekki í vegi fyrir því að leikmenn sínir fari erlendis. Við viljum að hjálpa leikmönnum að fara erlendis frekar en hitt," sagði Hannes Gústafsson, varaformaður ÍBV, við Fótbolta.net nýlega.
Athugasemdir
banner
banner