Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. janúar 2018 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Southampton og Spurs: Eriksen og Lloris ekki með
Christian Eriksen er fjarri góðu gamni.
Christian Eriksen er fjarri góðu gamni.
Mynd: Getty Images
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni þennan sunnudaginn og hefst hann 16:00. Þá mætast Southampton og Tottenham á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Tottenham getur jafnað Liverpool, sem spilar ekki fyrr en á morgun, að stigum sigri þeir í dag.

Harry Kane er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 20 mörk og mun vonast til að geta aukið vandræði Southampton sem situr í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Hugo Lloris, markvörður Tottenham, er ekki með vegna veikinda og Christian Eriksen er líka fjarverandi. Michel Vorm og Moussa Sissoko koma inn í þeirra stað í byrjunarliðið.

Hjá Southampton koma Mario Lemina og Manolo Gabbiadini inn í byrjunarliðið, en hér að neðan er hægt að skoða hvernig liðin líta út.

Byrjunarlið Southampton: McCarthy, Soares, Stephens, Hoedt, Bertrand, Hojberg, Romeu, Ward-Prowse, Tadic, Lemina, Gabbiadini.
(Varamenn: Forster, Davis, Boufal, Redmond, Pied, Bednarek, Obafemi)

Byrjunarlið Tottenham: Vorm, Aurier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Sissoko, Son, Alli, Kane.
(Varamenn: Gazzaniga, Trippier, Lamela, Wanyama, Llorente, Foyth, Walker-Peters)



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner