Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. febrúar 2018 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid vann á hvíldardegi Ronaldo
Sergio Ramos tók vítaspyrnu þar sem Ronaldo fékk hvíld. Ramos skoraði úr henni.
Sergio Ramos tók vítaspyrnu þar sem Ronaldo fékk hvíld. Ramos skoraði úr henni.
Mynd: Getty Images
Leganes 1 - 3 Real Madrid
1-0 Unai Bustinza ('6 )
1-1 Lucas Vazquez ('11 )
1-2 Casemiro ('29 )
1-3 Sergio Ramos ('90 , víti)

Cristiano Ronaldo fékk hvíld þegar Real Madrid heimsótti Leganes í spænsku úrvalsdeildinni á þessu Meistaradeildarkvöldi.

Real á slæmar minningar gegn Leganes eftir að hafa fallið úr leik gegn þeim í spænska bikarnum á dögunum. Leganes komst yfir í þessum leik eftir aðeins sex mínútur en sem betur fer fyrir gestina frá Madríd entist forystan ekki lengi. Lucas Vazquez jafnaði.

Casemiro kom síðan Real yfir á 29. mínútu og staðan í hálfleik var 2-1. Varnarmaðurinn Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, gerði svo út um leikinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Lokatölurnar 3-1 og góður sigur Real án Ronaldo staðreynd. Stórveldið úr höfuðborginni er nú í þriðja sæti La Liga, 14 stigum frá toppliði Barcelona. Leganes er í 13. sæti.
Athugasemdir
banner
banner