Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 21. mars 2018 20:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Helgi Kolviðs: Kvíði fyrir því að geta bara valið 23 á HM
Icelandair
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins á æfingu í San Jose í dag.
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins á æfingu í San Jose í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var urmull fjölmiðlamanna mættur á æfingu íslenska landsliðsins í dag en þá æfði liðið í aðdraganda vináttulandsleiksins gegn Mexíkó sem verður á föstudagskvöld, klukkan 2 eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Helga Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfara, við upphaf æfingarinnar og byrjaði að spyrja út í standið á mönnum en nokkrir í hópnum hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli eða eru að koma úr meiðslum.

„Þetta er ekki alveg komið í ljós, það var langt ferðalag á mánudaginn og við höfum aðeins meira verið að leyfa þeim að hreyfa sig. Við fáum væntanlega meiri upplýsingar eftir daginn í dag," segir Helgi.

Það eru 29 leikmenn í Bandaríkjahópnum en 23 verða valdir í lokahópinn sem fer til Rússlands í sumar.

„Það er spenna í mönnum en þeir eru líka einbeittir. Þannig viljum við hafa það, æfingarnar verða betri og allir eru á tánum. Allt eins og það á að vera. Maður er strax farinn að kvíða fyrir því að velja bara 23. Það verður gríðarlega erfitt og þannig á það líka að vera."

Hvernig má búast við því að leikurinn gegn Mexíkó verði?

„Þeir eru með þjálfara frá Kólumbíu sem spilar ákveðinn leikstíl. Mexíkó er gríðarlega sterkt lið og spurning hvort þeir ætli að prófa eitthvað annað en þeir hafa gert að undanförnu. Maður þarf að aðlagast aðstæðum hratt en að eru toppleikmenn í öllum stöðum og þetta verður mjög krefjandi," segir Helgi en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner