Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. apríl 2018 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool tapaði niður 2-0 forskoti
Danny Ings skoraði langþráð mark.
Danny Ings skoraði langþráð mark.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn West Brom fögnuðu stiginu.
Stuðningsmenn West Brom fögnuðu stiginu.
Mynd: Getty Images
West Brom 2 - 2 Liverpool
0-1 Danny Ings ('4 )
0-2 Mohamed Salah ('72 )
1-2 Jake Livermore ('79 )
2-2 Salomon Rondon ('88 )

Liverpool náði ekki að leggja botnlið West Brom að velli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var að klárast.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ákvað að gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu. Danny Ings og Alberto Moreno komu meðal annars inn í byrjunarliðið en sá fyrrnefndi var fljótur að láta til sín taka.

Ings kom Liverpool á bragðið
Eftir fjórar mínútur var Danny Ings búinn að skora fyrsta markið eftir flottan undirbúning frá Sadio Mane og Georginio Wijnaldum. Ings hefur verið mikið meiddur síðustu ár og þetta var hans fyrsta mark frá því í október 2015!


Mikill léttir fyrir Ings að skora þetta mark en hann sá til þess að staðan var 1-0 fyrir Liverpool í hálfleik.

West Brom hafði verið að spila ágætlega og var óheppið að skora ekki. En það munar um að hafa góða markaskora og Liverpool er með einn rosalegan markaskorara í sínu liði; Mohamed Salah sem hefur verið magnaður á tímabilinu. Salah skoraði sitt 31. deildarmark á tímabilinu á 72. mínútu þegar hann kom Liverpool í 2-0 eftir undirbúning frá Alex Oxlade Chamberlain.

Viðsnúningurinn
Þegar þarna var komið við sögu héldu flestir að sigur Liverpool væri í höfn enda hefur gengi West Brom í vetur verið afleitt. Liðið vann þó Man Utd um síðustu helgi og hefur strítt Liverpool í fyrri leikjum liðanna á tímabilinu. WBA ætlaði sér ekki að tapa svona auðveldlega og minnkaði Jake Livermore muninn á 79 mínútu eftir að hafa náð frákasti eftir hornspyrnu.

Það var nóg eftir og West Brom gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin á lokamínútunum með marki Salomon Rondon. Frábær karakter hjá leikmönnum West Brom en þetta stig mun þó líklega ekki koma í veg fyrir að liðið falli úr deild þeirra bestu.

West Brom er átta stigum frá öruggu sæti þegar liðið á eftir þrjá leiki. Liverpool er í þriðja sæti, þremur stigum frá Manchester United.



Athugasemdir
banner
banner