Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. maí 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Tannpína stríðir Hazard
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, verður væntanlega ekki með liðinu í lokaumferðinni gegn Sunderland á sunnudag.

Hazard hefur verið að glíma við tannpínu og hann fór til tannlæknis í gær þar sem að þrjá tennur voru teknar.

Hazard átti í kvöld að taka á móti verðlaunum sem leikmaður tímabilsins hjá blaðamönnum en hann getur ekki mætt á svæðið.

„Hazard reyndi að fá aðgerðinni frestað en þrjár tennur voru teknar á miðvikudag og hann finnur ennþá mikið til," sagði í yfirlýsingu í tengslum við verðlaunaafhendinguna í kvöld.

Ef Hazard missir af leiknum gegn Sunderland verður það fyrsti leikurinn sem hann missir af á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner