Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 21. maí 2016 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
BBC: Mourinho tekur við Man Utd
Jose Mourinho tekur hér í höndina á Ryan Giggs, núverandi aðstoðarþjálfara United
Jose Mourinho tekur hér í höndina á Ryan Giggs, núverandi aðstoðarþjálfara United
Mynd: Getty Images
Manchester United mun ráða Jose Mourinho til starfa, en þetta er haft eftir BBC. BBC er einn áreiðanlegasti miðill Englands og ekki oft mikið um vitleysu þar á bæ.

Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan Chelsea lét hann fara í desember á síðasta ári.

Hann hefur síðan þá verið mikið orðaður við Man. Utd, en Louis van Gaal, núverandi stjóri liðsins, hefur verið mikið gagnrýndur.

United komst ekki í Meistaradeildina og það er talið hafa verið síðasti naglinn í líkkistuna hjá van Gaal. Liðið vann enska bikarinn í dag, en það er ekki talið hafa verið nóg fyrir van Gaal að bjarga starfi sínu samkvæmt BBC.

Samkomulag við hinn 53 ára gamla Mourinho á að hafa náðst fyrir sigurinn í bikarúrslitunum í dag.

Planið hjá Man. Utd er að kynna Mourinho til leiks snemma í næstu viku eftir að hafa tilkynnt van Gaal það að tíma hans hjá félaginu sé lokið.

Mourinho er einn sigursælasti þjálfari sem uppi hefur verið, en hann hefur stýrt Chelsea, Porto, Inter Milan og Real Madrid með mögnuðum árangri.
Athugasemdir
banner
banner