Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. maí 2018 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Talisca staðfestir brottför frá Besiktas
Mynd: Getty Images
Sóknartengiliðurinn Anderson Talisca hefur staðfest að hann mun yfirgefa Besiktas í sumar.

Talisca er aðeins 24 ára gamall en á yfir 150 leiki að baki fyrir Benfica og Besiktas.

Brassinn er samningsbundinn Benfica en hefur verið hjá Besiktas á láni síðustu tvö tímabil.

„Lífið hefur alltaf gefið mér miklar áskoranir sem ég hef tekist á við af hugrekki," skrifaði Talisca meðal annars á Instagram.

„Ein af þessum áskorunum var að fara til Besiktas. Ég hafði enga hugmynd um hvað biði mín í Tyrklandi en mér leið vel frá fyrsta degi.

„Það var tekið ótrúlega vel á móti mér og eftir tvö ár þá elska ég Istanbúl. Ég elska Tyrki, stuðningsmenn Besiktas og allt við þetta frábæra félag en nú er kominn tími á næstu áskorun."


Talisca er gríðarlega eftirsóttur og hefur verið orðaður við Roma, Milan, Liverpool og Manchester United meðal annars. Hann á fjóra landsleiki að baki fyrir U23 landslið Brasilíu og tvo fyrir U20 landsliðið.

Talisca skoraði 37 mörk í 78 keppnisleikjum með Besiktas en þar áður gerði hann 20 í 76 með Benfica.
Athugasemdir
banner
banner
banner