Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 09:00
Ingólfur Stefánsson
Tuchel: Neymar er listamaður
Mynd: Getty Images
Tomas Tuchel, nýráðinn stjóri PSG í Frakklandi, ætlar sér að byggja lið í kringum Neymar. Fréttir hafa borist af því að Brasilíumaðurinn sé ósáttur hjá PSG og hann hefur verið orðaður við Real Madrid.

Neymar gekk til liðs við PSG frá Barcelona síðasta sumar og varð dýrasti leikmaður í heimi.

Tuchel sem tók við stjórastöðunni hjá PSG af Unai Emery í síðustu viku segist hafa fundað með Neymar og talað um framtíð leikmannsins. Hann býst við að halda honum.

„Ég hitti Neymar síðasta sunnudar og það var mikilvægur fundur. Hann er listamaður, einn besti leikmaður í heimi og lykilmaður fyrir okkar lið."

„Ef við finnum leið til þess að byggja leik okkar í kringum hann svo að hæfileikar hans fái að njóta sín þá erum við með lykilmann til þess að vinna leiki."

„Ég hitti mjög vinalegan og opinn mann í fyrsta skipti. Við töluðum um fótbolta og ég sá bros á andliti hans og það er það sem ég vill sjá."
Athugasemdir
banner
banner
banner