Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. júlí 2017 11:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Danskur dómari dæmir leik Þróttar R. og ÍR
Tveir Danir verða í dómarateyminu í Inkasso deildinni í kvöld
Tveir Danir verða í dómarateyminu í Inkasso deildinni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danskir dómara munu dæma leik Þróttar Reykjavíkur og ÍR í Inkasso-deildinni í kvöld.

Leikurinn verður spilaður á Eimskipsvellinum í Laugardalnum og hefst hann klukkan 19:15.

Jonas Hansen heitir maðurinn sem mun halda um flautuna í leiknum.

Þá verður annar af aðstoðardómurunum einnig frá Danmörku og heitir hann Danny Kolding.

Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambandanna á Norðurlöndunum um dómaraskipti.

Nokkrir erlendir dómarar hafa verið hér að undanförnu og dæmdi Englendingur einn leik í Inkasso deildinni í gær og mun annar dæma í sömu deild á morgun.
Athugasemdir
banner
banner