Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. október 2016 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ég og Abrahamovic vorum aldrei vinir
Mourinho snýr aftur á sinn gamla heimavöll á sunnudaginn
Mourinho snýr aftur á sinn gamla heimavöll á sunnudaginn
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segist bera mikla virðingu fyrir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, en að þeir hafi hins vegar aldrei verið vinir.

Abramovich hefur tvisvar sinnum rekið Mourinho frá Chelsea, en Mourinho snýr aftur á sinn gamla heimavöll á sunnudaginn þegar Manchester United og Chelsea eigast við.

„Nei, en sambandið var alltaf þannig hjá okkur," sagði Mourinho aðspurður að því hvort að hann og Abramovich væru vinir. „Hann var eigandinn og ég virti hann þannig. Ég var þjálfarinn og hann virti það."

„Við vorum aldrei nánir vinir. Ef ég fór heim til hans, þá var það tengt starfinu. Við deildum aldrei neinu persónulegu. Við vorum aldrei vinir, kannski af því að ég virti stöðu hans sem eiganda."

„Ég mun taka í höndina á hönum og spyrja hann hvernig börnunum hans líður," sagði Mourinho svo að lokum.
Athugasemdir
banner
banner