Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. nóvember 2014 15:27
Elvar Geir Magnússon
Alveg eins hægt að halda HM á Íslandi yfir veturinn
Laugardalsvöllur í vetrardýrð.
Laugardalsvöllur í vetrardýrð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Bernstein, fyrrum formaður enska knattspyrnusambandsins, er brjálaður út í FIFA og vill að England taki ekki þátt í HM 2018 í mótmælaskyni.

Hann kallar eftir naflaskoðun innan FIFA vegna þeirrar spillingar sem er talin hafa átt sér stað þegar Katar fékk að halda HM 2022.

„Valið á Katar er eitt það fáránlegasta í sögu íþrótta. Það hefði alveg eins verið hægt að halda mótið á Íslandi yfir vetrartímann. Þetta er eins og Lísa í Undralandi," segir Bernstein.

Þá vitum við það! Við hljótum að eiga möguleika á að fá HM.
Athugasemdir
banner