Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 22. janúar 2017 10:30
Kristófer Kristjánsson
Chelsea vill selja Diego Costa
Powerade
Diego Costa gæti verið á förum
Diego Costa gæti verið á förum
Mynd: Getty Images
Dele Alli er eftirsóttur
Dele Alli er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Janúar glugginn er galopinn og því nóg í gangi í slúðurpakka dagsins.



Chelsea hafa sett 130 milljón punda verðmiða á Diego Costa en félagið hefur áhuga á að selja þennan 28 ára gamla framherja í þessum mánuði. (Sunday Times)

Markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, Wayne Rooney, er talinn hafa tilboð á borðinu um að spila í Kína fyrir eina milljón punda á viku. (The Sun)

Crystal Palace virðast ætla að verða undir í baráttunni um að semja við Patrice Evra, 35 ára, en hann gæti verið á leið til Olympique Lyonnais. (Eurosport)

Juventus eru að íhuga boð í þýska landsliðsmann Liverpool, Emre Can. (Corriere dello Sport)

Þjálfari Manchester City, Pep Guardiola, fer fram á að formaður dómarasambandsins í Englandi, Mike Riley, veiti honum útskýringu á því af hverju Andre Marriner gaf liði sínu ekki vítaspyrnu í leik Man City og Tottenham í gær en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. (Daily Telegraph)

David Moyes, þjálfari Sunderland, er að íhuga að bjóða Robbie Keane og Joleon Lescott samninga. Keane, 36 ára, er án samnings eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á meðan Lescott, 34 ára, yfirgaf AEK Athens nýlega. (Express)

Real Madrid eru tilbúnir til að yfirbjóða hvern sem er í baráttunni um Dele Alli næsta sumar. (Express)

West Ham er að íhuga að leyfa Dimitri Payet að yfirgefa félagið. Paris St-Germain, Marseille og Nice eru mögulegir áfangastaðir fyrir Frakkann en hann hefur neitað að spila fyrir West Ham. (Express)

Watford virðast vera að landa Mauro Zarate frá Fiorentina á 2,3 milljónir punda. Zarate, 29 ára, hefur leikið með Birmingham, West Ham og Queens Park Rangers á Englandi. (Observer)

Paul Clement, nýr þjálfari Swansea, er ekki tilbúinn að selja Fernando Llorente en framherjinn hefur verið orðaður við Chelsea.

Carlos Tevez hefur blásið á orðróma þess efnis að hann sé nú orðinn launahæsti leikmaður heims eftir að hann yfirgaf uppeldisfélagið sitt, Boca Juniors, til að færa sig til Kína. (Daily Mail)

Sex milljón punda tilboði Middlesbrough í Robert Snodgrass, vængmann Hull City, hefur verið hafnað. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner