Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. janúar 2018 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Erdal Rakip til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikmaðurinn sem Roy Hodgson fær til Crystal Palace er sænski miðjumaðurinn Erdal Rakip.

Rakip kemur á láni frá Benfica út tímabilið en hann er nýkominn til Portúgal frá Malmö.

Rakip verður 22 ára í febrúar og á 120 leiki að baki fyrir Malmö auk 38 landsleikja fyrir yngri landslið Svía. Hann hefur unnið sænsku deildina fjórum sinnum með Malmö.

„Ég tel að enska deildin henti vel fyrir minn leikstíl. Ég þarf að vera snöggur að aðlagast til að fá spilatíma, hjálpa félaginu og sýna hvers ég er megnugur," sagði Rakip.

Crystal Palace er sem stendur í neðri hluta ensku deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner