Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. febrúar 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mkhitaryan: Ég get spilað með Özil - Af hverju ekki?
Özil og Mkhitaryan mættust í D-riðli Meistaradeildarinnar 2014. Lokuð augu.
Özil og Mkhitaryan mættust í D-riðli Meistaradeildarinnar 2014. Lokuð augu.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan segist ekkert skilja í fólki sem segir hann ekki getað spilað með Mesut Özil hjá Arsenal.

Mkhitaryan kom til Arsenal í skiptum fyrir Alexis Sanchez í lok janúar. Armeninn lagði upp þrjú mörk í sínum fyrsta leik en þegar hvorki hann né Özil náðu að hafa áhrif á tapleik gegn Tottenham heyrðust háværar gagnrýnisraddir.

„Fólk er að segja að við getum ekki spilað saman en ég skil ekkert í því. Ég nýt þess að spila með Mesut, hann er ótrúlega hæfileikaríkur," sagði Mkhitaryan í viðtali við ESPN.

„Mér finnst ég verða betri þegar ég spila með honum. Allir vita hversu góður hann er, þannig af hverju ættum við ekki að geta spilað saman? Af hverju ekki hafa tvær tíur á vellinum á sama tíma?"

Mkhitaryan er ánægður með að vera loksins í liði sem spilar sóknarsinnaðan bolta.

„Ég er mjög ánægður hérna. Leikstíllinn hér hentar mér mikið betur en áður, þetta minnir mig smá á tíma minn hjá Dortmund."
Athugasemdir
banner
banner
banner