Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. apríl 2014 10:38
Magnús Már Einarsson
Bjarnólfur verður í Pepsi-mörkunum
Bjarnólfur og Tómas Ingi verða sérfræðingar í sumar.
Bjarnólfur og Tómas Ingi verða sérfræðingar í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarnólfur Lárusson verður á meðal sérfræðinga í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar.

Líkt og í fyrra verða Hjörvar Hafliðason, Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson sérfræðingar í þættinum en Bjarnólfur bætist nú í hópinn.

,,Pepsimörkin 2014:Sérfræðingar Hjörvar Hafliða, Reynir Le, Tómas Ingi og Bjarnólfur Lárusson.Upphitunarþáttur 1.maí kl.22. #BestaSætið," segir Hörður Magnússon umsjónarmaður Pepsi markanna á Twitter í dag.

Bjarnólfur lék á sínum tíma með ÍBV og KR sem og erlendis í atvinnumennsku.

Síðari hluta sumars 2011 stýrði hann Víkingi R. í Pepsi-deildinni en hann hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner