Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. apríl 2014 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Diaby gæti náð lok tímabilsins með Arsenal
Abou Diaby
Abou Diaby
Mynd: Getty Images
Abou Diaby, miðvallarleikmaður Arsenal á Englandi, snýr aftur á völlinn á næstu dögum en hann gæti náð síðustu leikjum tímabilsins með aðalliðinu.

Franski landsliðsmaðurinn hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár en hann hefur verið frá undanfarið ár eftir að hann meiddist gegn Swansea City í mars á síðasta ári.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti við fjölmiðla í dag að Diaby væri byrjaður að æfa aftur og að hann gæti spilað með liðinu í síðustu leikjum tímabilsins.

Hann byrjar á því að spila með U21 árs liðinu en þetta hafði Wenger að segja um endurkomu Diaby.

,,Hann er byrjaður að æfa aftur og er klár í að spila. Hann gæti á næstu dögum spilað með U21 árs liðinu," sagði Wenger.

,,Hann hefur ekki spilað í ár en líkamlega er hann fullkomlega tilbúinn í þetta. Þetta snýst bara um ákvarðanatöku núna. Hann þarf að fá að spila," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner