Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 22. apríl 2015 09:05
Elvar Geir Magnússon
Gæti orðið nýr Ronaldo fyrir Man Utd
Powerade
Memphis Depay er um allt í götublöðum Englands.
Memphis Depay er um allt í götublöðum Englands.
Mynd: EPA
Alan Pardew vill fá Tim Krul.
Alan Pardew vill fá Tim Krul.
Mynd: Getty Images
Launahæsta félagið.
Launahæsta félagið.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er mættur í öllu sínu veldi. Í dag er dagur jarðar og við hvetjum fólk til að líta í kringum sig og taka upp rusl og drasl! Svo er þetta síðasti slúðurpakkinn í vetur því að á morgun verður sumarið komið!

Paris St-Germain og Inter virðast ætla að berja um Yaya Toure sem hefur ýjað að því í viðtölum að hann vilji yfirgefa Manchester City fyrir nýjar áskoranir. (Times)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, ætla að reyna að sækja hollenska markvörðinn Tim Krul (27) frá sínum gömlu félögum í Newcastle fyrir 10 milljónir punda. (Sun)

Sögusagnir eru um að Real Madrid beini sjónum sínum frekar að Asmir Begovic (27), markverði Stoke, en hinum mikils metna David de Gea (24) hjá Manchester United. (Daily Express)

Manchester United telur sig í bestu stöðunni til að krækja í Memphis Depay (21), sóknarmann PSV Eindhoven, og er tilbúið að gefa honum 135 þúsund pund í vikulaun. (Daily Star)

Ronald de Boer, fyrrum landsliðsmaður Hollands, segir að Depay geti orðið nýr Cristiano Ronaldo fyrir Manchester United ef hann fer á Old Trafford. (TalkSport)

Liverpool er bjartsýnt á að gera nýjan samning við miðjumanninn Jordon Ibe (19) fyrir lok tímabils. (Independent)

Manchester City þarf að borga 20 milljónir punda ef félagið ætlar að krækja í Jay Rodriguez (25) frá Southampton. Tottenham ku einnig hafa áhuga. (Manchester Evening News)

Tottenham mun selja allt að níu leikmenn í sumar sem kostuðu félagið samtals 90 milljónir punda. Þar á meðal eru sóknarmennirnir Roberto Soldado (29) og Emmanuel Adebayor (31). (London Evening Standard)

Tottenham vill klófesta belgíska vængmanninn Kevin Mirallas (27) frá Everton en enski vængmaðurinn Aaron Lennon (28) sem er á láni á Goodison Park frá Tottenham mun endanlega ganga í raðir þeirra bláu. (Telegraph)

Arsenal íhugar að bjóða franska miðjumanninum Abou Diaby (28) samning þar sem hann fær borgað eftir spiluðum leikjum. Hann hefur heillað menn eftir að hann kom til baka úr meiðslum. (Telegraph)

Fernando Torres, sóknarmaður Atletico Madrid (á láni frá AC Milan), segir að Steven Gerrard hafi hvatt sig til að yfirgefa Liverpool og ganga í raðir Chelsea á sínum tíma. (The Sun)

Torres segir Gerrard besta leikmann sem hann hafi spilað með. (Daily Mirror)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool og Chelsea, væri meira en til í að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og taka við Manchester City. (Daily Star)

Scott Sinclair staðfestir að hann vill ganga í raðir Aston Villa eftir tímabilið. Þessi 26 ára vængmaður er á láni frá Manchester City en er laus fyrir 2,5 milljónir punda í sumar. (Daily Mail)

Martin Skrtel (30), varnarmaður Liverpool, útilokar að hann sé á förum frá Anfield. (Liverpool Echo)

Daniel Sturridge (25) mun fá sérsmíðaða æfingaáætlun fyrir sumarið sem á að hjálpa honum að binda endi á meiðslavandræði sín. (Times)

Varaforseti West Ham, Karren Brady, segir að félagið muni ekki reyna að fá Jurgen Klopp til að taka við liðinu. (Daily Express)

Manchester United borgaði 215,8 milljónur punda í laun á síðasta keppnistímabili. United er því búið að taka fram úr Manchester City yfir launakostnað. (Independet)

Jose Mourinho ætlar að taka upp fjóra unga leikmenn frá akademíunni og setja í hóp aðalliðs Chelsea fyrir næsta tímabil. (GetWestLondon)
Athugasemdir
banner
banner
banner