Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. apríl 2017 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári sérfræðingur í kringum El Clasico
Eiður í viðtali.
Eiður í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
El Clasico er á morgun. Þá mætast Real Madrid og Barcelona í stærsta leik tímabilsins hingað til.

Það er mikið undir, en titilbaráttunni gæti lokið með þessum leik. Sigri Real Madrid er hún svo gott sem búin, en ef Barcelona tekst að kreista fram sigur þá opna þeir hana upp á gátt.

Áhuginn á leiknum á morgun er mikill og munu margar milljónir sitja fyrir framan sjónvarpstækið og fylgjast með gangi mála.

Margar sjónvarpsstöðvar munu fjalla um leikinn og munu sérfræðingar víðs vegar að, kryfja hann.

Einn þeirra er Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti fótboltmaður sem Ísland hefur alið - ef ekki sá besti. Hann verður Santiago Bernabeu á morgun og verður sérfræðingur fyrir beIN SPORTS USA.

Eiður, sem er fyrrum leikmaður Barcelona, verður ekki eini sérfræðingurinn á leiknum því menn eins og Fabio Capello, Javier Saviola og Christian Karembeu verða einnig á vellinum.
Athugasemdir
banner