Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. apríl 2017 08:15
Fótbolti.net
Pepsi-upphitun í útvarpsþættinum í dag
Hörður Magnússon og Tryggvi Guðmundsson.
Hörður Magnússon og Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hitað verður upp fyrir Pepsi-deildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað í gasklefanum.

Heyrt verður í Tryggva Guðmundssyni og staðan skoðuð þegar rétt rúm vika er í að flautað verður til leiks í Pepsi-deildinni.

Umsjónarmaður Pepsi-markanna, Hörður Magnússon, kíkir í heimsókn og segir meðal annars frá því hvernig umfjölluninni verður háttað á Stöð 2 Sport í sumar.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner