Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. apríl 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw búinn að vinna sér inn traust Mourinho
Shaw hefur verið að spila undanfarið.
Shaw hefur verið að spila undanfarið.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að bakvörðurinn Luke Shaw sé búinn að vinna sig yfir á sitt band. Shaw hefur átt erfitt tímabil, en virðist loksins vera að detta í gang.

Mourinho gagnrýndi Shaw harðlega fyrir nokkrum vikum, en frammistaða hans gegn Anderlecht í vikunni heillaði Mourinho.

„Ég treysti alltaf leikmönnum með sérstakt hugarfar. Treysti þeim alltaf. Luke Shaw gerði eitthvað nýtt og það þýðir mikið fyrir mig," sagði Mourinho um bakvörðinn sinn.

Leikur Man Utd og Anderlecht fór í framlengingu, en þar sýndi Shaw það hugarfar sem Mourinho vill sjá frá leikmönnum sínum.

„Eftir 90 mínútur, áður en ég vissi að ég þyrfti að skipta út Zlatan, þá var hann með krampa, ég var með Ashley Young tilbúinn að koma inn á, en hann (Shaw) sagði við mig að hann myndi spila í 30 mínútur með krampa, ekkert vandamál," sagði Mourinho einnig.
Athugasemdir
banner
banner