Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. apríl 2018 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Hannes hélt hreinu og Hjörtur skoraði framhjá Rúnari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn og skoraði sigurmarkið í fjörugri sjö marka viðureign í dönsku toppbaráttunni.

Rúnar Alex Rúnarsson var á milli stanga heimamanna en tókst ekki að koma í veg fyrir markasúpuna.

Sigurinn er afar mikilvægur þar sem Bröndby er með fimm stiga forystu á toppnum. Nordsjælland er í baráttu um þriðja sætið, sem gefur þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Hannes Þór Halldórsson hélt þá hreinu í góðum sigri Randers á Sonderjyske. Randers er í fallbaráttu og mun vera út tímabilið. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn á miðju gestanna.

Saba Lobjanidze gerði öll mörk Randers í sigrinum.

Nordsjælland 3 - 4 Bröndby
0-1 T. Pukki ('19)
0-2 K. Fisker ('24)
1-2 M. Jensen ('35)
1-3 K. Mensah ('45)
2-3 Mini ('52)
2-4 Hjörtur Hermannsson ('77)
3-4 U. Jenssen ('85)

Randers 3 - 0 Sonderjyske
1-0 Saba Lobjanidze ('21)
2-0 Saba Lobjanidze ('24)
3-0 Saba Lobjanidze ('73)
Athugasemdir
banner
banner