Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. apríl 2018 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Aron Elís lagði upp fyrir Hólmbert
Hólmbert er með fjögur mörk í fjórum leikjum í norsku B-deildinni.
Hólmbert er með fjögur mörk í fjórum leikjum í norsku B-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson lék allan leikinn er Start heimsótti Rosenborg í norska boltanum í dag.

Matthías Vilhjálmsson er enn frá vegna meiðsla og var því ekki með Rosenborg en Kristján Flóki Finnbogason fékk að spila síðustu 35 mínútur leiksins í sóknarlínunni ásamt Aroni.

Samúel Kári Friðjónsson lék allan tímann í markalausu jafntefli Vålerenga gegn Molde. Ingvar Jónsson og Emil Pálsson sátu þá allan tímann á bekknum er Sandefjord steinlá gegn Tromsö.

Hólmbert Aron Friðjónsson er þá kominn með fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir Álasund í B-deildinni.

Hann skoraði tvennu í 4-0 sigri á Tromsdalen í dag og er Álasund á toppi deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir.

Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn fyrir Álasund og fékk Daníel Leó Grétarsson síðustu fimm mínúturnar. Aron Elís lagði fyrra mark Hólmberts upp.

Rosenborg 2 - 0 Start
1-0 T. Reginiussen ('48)
2-0 A. Konradsen ('92)

Tromsö 4 - 1 Sandefjord
1-0 R. Espejord ('7)
2-0 R. Espejord ('16)
2-1 F. Kastrati ('17)
3-1 K. Antonsen ('31)
4-1 D. Berntsen ('40)

Vålerenga 0 - 0 Molde

B-deild:
Álasund 4 - 0 Tromsdalen
1-0 T. Agdestein ('18)
2-0 F. Carlsen ('45)
3-0 Hólmbert Aron Friðjónsson ('71)
4-0 Hólmbert Aron Friðjónsson ('85)
Athugasemdir
banner
banner