Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. ágúst 2014 19:30
Grímur Már Þórólfsson
Noregur: Jafntefli í íslendingaslag
Steinþór var á skotskónnum
Steinþór var á skotskónnum
Mynd: Heimasíða Sandnes Ulf
Hannes Sigurðsson byrjaði
Hannes Sigurðsson byrjaði
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Sandnes Ulf 2-2 Viking
1-0 R. Brenes (´39)
1-1 Steinþór Þorsteinsson (´42)
2-1 R. Brenes (´54)
2-2 Björn Daníel Sverrisson (´81)

Það var einn leikur í norsku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaliðin Sandnes Ulf og Viking Stavanger mættust. Sandnes Ulf í neðsta sæti deildarinnar en Viking í 7. sæti.

Í liði Sandnes Ulf var að sjálfsögðu landsliðsmarkvörðurinn Hannes Halldórsson í marki og Hannes Sigurðsson byrjaði einnig fremstur. Hjá Viking var Jón Daði Böðvarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sverrir Ingason í byrjunarliðinu. Björn Daníel byrjaði svo á bekknum en Indriði Sigurðsson var ekki í hópnum.

Það voru heimamenn í Sandnes Ulf sem komust yfir með marki Brenes en það tók Steinþór Frey þrjár mínútur að jafna metin. Í hálfleik kom Björn Daníel svo inná.

Brenes skoraði svo aftur á 54. mínútu og kom Sandnes aftur yfir. Hannes var svo tekinn útaf á 64. mínútu í liði Sandnes og þá var Jón Daði tekinn útaf á 66. mínútu í liði Viking og Steinþór var einnig tekinn útaf á 73. mínútu.

Það var svo á 81. mínútu sem Viking uppskar vítaspyrnu. Varamaðurinn Björn Daníel Sverrisson fór á punktinn en Hannes gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Björn Daníel náði þó frákastinu og skoraði og jafnaði því metin í 2-2 og það urður lokatölur.
Athugasemdir
banner
banner