Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. ágúst 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Swansea nálægt því að kaupa Bony aftur
Bony er að snúa aftur til Swansea.
Bony er að snúa aftur til Swansea.
Mynd: Getty Images
Wilfried Bony, sóknarmaður Manchester City, færist nær endurkomu til Swansea, en þetta segja heimildir fréttastofu ESPN.

Swansea fékk 45 milljónir punda fyrir söluna á Gylfi Sigurðssyni til Everton og þeir eru núna tilbúnir að eyða þeim peningi.

Swansea ætlar að styrkja sig sóknarlega, en þeim hefur mistekist að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þeir líta á Bony sem öflugan kost til þess að styrkja sóknarleikinn.

Bony er ekki framarlega í goggunarröðinni hjá City og félagið er tilbúið að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar.

Man City vill fá 13 milljónir punda fyrir Bony, en fyrir tveimur árum borguðu þeir Swnsea 28 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner