Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. september 2014 16:10
Magnús Már Einarsson
Steven Lennon: Er ekki að fara að sleppa kynlífi í tíu daga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon varð fyrir afar óvenjulegum meiðslum í 4-2 sigri FH á Fram í gærkvöldi eins og kom fram á Fótbolta.net í gærkvöldi. Lennon varð fyrir meiðslum á typpi en slík meiðsli er fáheyrð í knattspyrnuleikjum.

,,Tryggvi (Bjarnason) stökk upp í skalla og þegar hann var á niðurleið fóru takkarnir á skónum hans í typpið á mér og skinnið rifnaði af," sagði Lennon við Fótbolta.net í dag.

,,Ég hélt áfram á eftir boltanum og sendi hann. Síðan fór mig að svíða og þegar ég kíkti á þetta fékk ég sjokki því að hálft typpið var farið af. Það fór að blæða og undirbuxurnar mínar urðu allar rauðar. Ég var í sjokki eftir þetta og sýndi nokkrum leikmönnum á vellinum typpið á mér. Þeir voru líka í sjokki þegar ég sýndi þeim þetta."

Lennon ræddi við Jónas Grani Garðarsson, sjúkraþjálfara FH, í leiknum en beðið var með að gera eitthvað í málinu.

,,Ég hljóp til Grana og sýndi honum þetta en ég hélt síðan áfram að spila því við þurftum að vinna. Eftir leikinn voru liðsfélagarnir að hlægja að þessu. Grani þurfti að setja tímabundnar umbúðir á þetta eftir leik og það var vandræðalegt fyrir hann að snerta typpið á mér."

Í gærkvöldi fór Lennon síðan á spítala en hann segir að þessi óvenjulegu meiðsli muni ekki trufla sig í leiknum gegn Val um næstu helgi.

,,Þetta var saumað og ég fékk umbúðir. Það var gott að typpið datt ekki af," sagði Lennon og hló. ,,Þeir sögðu að ég megi ekki stunda kynlíf í tíu daga en það mun ekki gerast," bætti Skotinn við að lokum og hló ennþá meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner