Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 22. september 2014 20:44
Fótbolti.net
Þór Hinriks: Viljum ljúka tímabilinu með einhverri sæmd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur tveggja góðra liða. Þær komust yfir og við jöfnuðum. Við eigum þrjú skot í þverslá en boltinn vildi ekki inn í dag. Þær settu tvö til viðbótar og það var munurinn,“ sagði Þór Hinriksson, þjálfari Vals, eftir 3-1 tap gegn ÍBV í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna.

„Við vissum svosem að ÍBV er með mjög gott lið. Þær eru sterkar í öllum línum og hraðar. Fram á við sérstaklega og sterkar í návígjum. Það eigum við auðvitað að vera líka en ég veit það ekki. Það var skortur á einbeitingu í þessum mörkum sem við fáum á okkur. Ef allar hefðu verið á tánum þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir eitt, ef ekki tvö af þessum mörkum. Og á móti, vera grimmari að setja boltann yfir línuna.“

„Boltinn fór þrisvar sinnum í tréverkið og ef hann hefði dottið inn hjá okkur en ekki þeim. En niðurstaðan er sigur fyrir ÍBV, 1-3.“


Þór átti orð við Inga Björn Ágústsson dómara eftir leik en Valsarar vildu fá seinna gula spjaldið á Shaneku Gordon þegar hún sparkaði boltanum í burtu eftir að hafa verið dæmd rangstæð.

„Ég var svolítið undrandi. Framherjinn hjá ÍBV var á gulu spjaldi og hún sparkaði boltanum í burtu eftir að það var búið að dæma. Ég hélt að það væri gult spjald en hann þekkir reglurnar auðvitað mun betur en ég.“

Valur mætir Selfossi í lokaumferðinni og Þór vonast til að ljúka tímabilinu með sigri.

„Selfossliðið er mjög sterkt og gott. Við mætum í hann með sama hugarfari og við mætum í alla aðra leiki, við viljum vinna hann. Allavega ljúka þessu tímabili með einhverri sæmd.“

Við spurðum Þór að lokum um framtíð hans hjá liðinu. Hann segir ýmislegt hafa verið rætt og skoðað og telur að það sé vilji bæði hjá sjálfum sér og félaginu til að halda áfram samstarfi. Það verði þó ekki gengið frá neinu fyrr en mótinu lýkur.

„Það er eitt og annað sem þarf að breyta og laga. Það hefur verið rætt og skoðað. Ég held að það sé vilji beggja aðila að svo sé en ætli við ljúkum ekki þessu tímabili og klárum það svo.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Þór í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner