Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 22. október 2017 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Fanndís: Þurfum að gleyma sigrinum í smástund
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Stelpurnar okkar eru mættar til Znojmo í Tékklandi þar sem þær munu mæta heimakonum í þriðja leik sínum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á þriðjudag. Fótbolti.net hitti á Fanndísi Friðriksdóttur á liðshótelinu fyrr í dag. Landsliðskonurnar fengu frí frá fótbolta í dag til að hlaða batteríin og við byrjuðum á að spyrja Fanndísi hvernig þær hefðu nýtt daginn.

„Við kíktum í eitthvað outlet mall sem er hérna rétt hjá. Það var fínt að gera eitthvað annað en að vera í fótbolta. Fínt að rölta bara þarna um og skoða.“

Næsta verkefni er handan við hornið en framundan er erfiður útileikur við Tékka. Eru íslensku landsliðskonurnar komnar niður á jörðina eftir sigurinn magnaða á föstudag?

„Mér fannst við fljótar að ná okkur niður á jörðina. Auðvitað verður sigurinn á móti Þýskalandi aldrei tekinn af okkur en við þurfum samt sem áður að gleyma honum í smástund og fókusera á þennan leik sem er á þriðjudaginn,“ svaraði Fanndís.

Að lokum spurðum við Fanndísi út í áhugaverða Twitter-færslu þar sem Fanndís ljóstrar því upp að hún hafi einu sinni haldið að landsliðskonan Hallbera, góðvinkona og herbergisfélagi, héti eftirnafninu Berry.

„Við vorum einhvern tímann upp á herbergi að ræða hlutina og ég spurði: Hvað heitirðu þá eiginlega? Hallbera Guðný Gísladóttir Berry eða Hallbera Guðný Berry Gísladóttir. Ég skildi þetta ekki alveg sko,“ sagði Fanndís hlæjandi að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner