Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. nóvember 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gareth Bale: Vona enn að Arsenal tapi
Gareth Bale
Gareth Bale
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid á Spáni, segir að hann hefði aldrei farið frá Tottenham til annars félags en Real Madrid.

Velski landsliðsmaðurinn er dýrasti knattspyrnumaður allra tíma en hann var keyptur til Real Madrid frá Tottenham fyrir 108 milljónir evra á síðasta ári.

Hann hefur nú þegar unnið Meistaradeild Evrópu með liðinu sem og spænska konungsbikarinn.

Hann segir að eini áfangastaðurinn sem hafi komið til greina hafi verið Real Madrid.

;,Það hefði verið mjög erfitt að fara ef Real Madrid hefði ekki boðið í mig. Tími minn hjá Tottenham var frábær og stuðningsmennirnir voru alltaf yndislegir," sagði Bale.

;,Ég held að þeir hafi skilið tækifærið sem ég fékk því að svona tækifæri kemur bara einu sinni á ævinni. Ég væri sennilega enn að spila fyrir Tottenham ef Real Madrid hefði ekki komið til sögunnar. Ég vil enn að Arsenal tapi og Tottenham vinni," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner