Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Hugarburðarbolti Þáttur 15
Enski boltinn - Alveg búinn á því og hvar ræðst titilbaráttan?
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Hugarburðarbolti Þáttur 14
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
   mán 22. desember 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kári Ársæls steggjaður í beinni
Kári og félagar í þættinum á laugardaginn.
Kári og félagar í þættinum á laugardaginn.
Mynd: Instagram - Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Ársælsson gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á nýjan leik fyrir helgi. Kári var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 97,7 um helgina.

,,Ég er gríðarlega sáttur með að vera kominn heim. Ég tók smá tíma í að hugsa hvað ég vildi gera og þegar upp er staðið er Breiðablik mitt lið," sagði Kári í þættinum.

,,Það er svo ótrúlega stutt á milli bestu liðanna á Íslandi og þeirra sem eru rétt fyrir neðan. Við erum ekki búnir að fara í nákvæm markmið en mér finnst að Breiðablik sé félag sem eigi alltaf að stefna á topp 3."

Kári fékk nokkrar óþægilegar spurningar í þættinum og hann var meðal annars spurður út í það hvort hann ætli ekki að fara aftur á lán í neðri deildirnar næsta sumar? ,,Það er allt undir mér sjálfum komið og hvað þjálfurunum finnst um mig. Það verður bara að koma í ljós," sagði Kári.

Luka heyrði eftirhermuna
Kári var meðal annars spurður út í veiðimennsku, falldrauginn, bíllykla og fleira auk þess sem hann henti í eftirhermu. Þá sagði hann sögu sem hann hefur lengi beðið með að segja.

,,Þegar ég var valinn í U21 árs landsliðið á sínum tíma var Luka Kostic að þjálfa. Hann var líka með Grindavík og ég fylgdist vel með honum í viðtölum. Ég vona að hann taki þessu ekki of illa ef hann er að hlusta því að ég ber mikla virðingu fyrir honum og finnst hann mjög góður þjálfari."

,,Við Blikar vorum að spila í Eyjum og ég og Guðmann (Þórisson) vorum saman í hafsent. Ég var aftast í rútunni að reyna að vera hrókur alls fagnaðar eins og oft og var að leika Luka. 'Strákar, vindur spila stórt hlutverk í þessum leik. Það er ekki hægt að spila framhjá vindur.'

,,Þá pikkar Steini markmaður (Þorsteinn Einarsson) í mig. 'Kári, Ertu að leika Luka? Hann er hérna fremst'. Þá heyrði hann allt. Ég veit ekki hvort það hafi verið það eða að við töpuðum 4-0 fyrir Skotum en ég var allavega aldrei valinn aftur í U21 árs landsliðið,"
sagði Kári og hló.
Athugasemdir
banner
banner