Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. janúar 2017 11:36
Elvar Geir Magnússon
Afríkukeppnin: Taplausir heimamenn úr leik
Gabon er úr leik.
Gabon er úr leik.
Mynd: Getty Images
Keppni í A-riðli Afríkukeppninnar lauk í gær. Heimamenn í Gabon fengu baul frá eigin stuðningsmönnum eftir markalaust jafntefli gegn Kamerún. Gabon gerði jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlinum og er úr leik.

Gabon er fjórða heimaþjóðin í 31 móta sögu Afríkukeppninnar til að mistakast að komast upp úr riðlinum. Síðan gerði Túnis það 1994.

Spilamennnska Gabon þótti gríðarlega fyrirsjáanleg á mótinu. Allt hefur snúist um Pierre-Emerick Aubameyang og auðvelt hefur verið fyrir andstæðinginn að lesa það.

Búrkína Fasó vann A-riðil og fer í 8-liða úrslit ásamt Kamerún sem mun mæta Senegal næsta laugardag.

Kamerún 0 - 0 Gabon

Gínea-Bissá 0 - 2 Búrkína Fasó
0-1 Rudinilson Silva sjálfsmark ('12)
0-2 Bertrand Traore ('58)

Lokastaða A-riðils:
1. Búrkína Fasó 5 stig
2. Kamerún 5 stig
3. Gabon 3 stig
4. Gínea-Bissá 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner