Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. janúar 2017 08:30
Kristófer Kristjánsson
Bravo: Þurfum að sýna andlegan styrk
Claudio Bravo vill að menn séu andlega sterkir
Claudio Bravo vill að menn séu andlega sterkir
Mynd: Getty Images
Sílemaðurinn Claudio Bravo, markmaður Manchester City, segir að sínir menn þurfi að sýna andlegan styrk sinn til að koma tímabilinu aftur á rétt skrið.

Man City glutruðu niður tveggja marka forystu gegn Tottenham um helgina þrátt fyrir að hafa verið mun sterkari aðili leiksins.

City, undir stjórn Pep Guardiola, eru í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Þetta er ekki góð tilfinning eins og þetta hefur þróast," sagði Claudio Bravo í viðtali við heimasíðu félagsins.

„Við gerðum allt til að vinna leikinn en svo varð þetta sama gamla sagan. Gátum ekki klárað færin okkar. Við verðum að sýna andlegan styrk okkar og halda áfram að hafa trú á verkefninu."
Athugasemdir
banner