Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 23. janúar 2018 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Sane skoraði eftir mistök Harðar
Sane fagnar hér marki sínu.
Sane fagnar hér marki sínu.
Mynd: Getty Images
Síðari hálfleikurinn er hafinn í viðureign Bristol City og Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Staðan er 1-0 fyrir Man City og var það Leroy Sane sem skoraði markið.

Markið skoraði hann eftir mistök í vörn Bristol, en Hörður Björgvin Magnússon gerði sig m.a. sekan um mistök í aðdragandanum.

Hann ætlaði að skýla boltanum af velli en það tókst ekki alveg hjá honum, Bernardo Silva náði til hans og kom honum á Sane sem átti ekki í miklum erfiðleikum með að skora.

Ekki frábært fyrir Hörð sem var tekinn af velli í hálfleik. Hann hefur einnig fengið að heyra það frá stuðningsmönnum Bristol City á samfélagsmiðlinum Twitter.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Sane









Athugasemdir
banner
banner
banner
banner