Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. apríl 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Insigne verður hjá Napoli til 2022
Insigne verður í herbúðum Napoli.
Insigne verður í herbúðum Napoli.
Mynd: Getty Images
Lorenzo Insigne hefur bundið enda á sögusagnir með því að skrifa udnir nýjan samning við Napoli.

Liverpool og Arsenal voru sögð áhugasöm um Insigne sem skrifaði undir hjá Napoli til 2022, eða til fimm ára.

Insigne, sem hefur skorað 14 mörk og lagt upp sjö til viðbótar í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, var mjög ánægður við undirskrift.

„Ég er ánægður: æskudraumur minn hefur loksins ræst," sagði Insigne á blaðamannafundi.

„Ég vil þakka öllum þjálfurunum mínum. Zednek (Zeman) fær sérstakar þakkir, hann gerði mig að fótboltamanni. Það er heiður að vinna með Sarri þjálfara, ég er viss um að hann geti gert góða hluti."



Athugasemdir
banner
banner
banner