Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. september 2017 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane: Ég vil skora gegn hverju einasta liði
Kane hefur verið markakóngur síðustu tvö tímabil.
Kane hefur verið markakóngur síðustu tvö tímabil.
Mynd: Getty Images
Harry Kane var sáttur þegar fjölmiðlar náðu af honum tali eftir 3-2 sigur Tottenham á West Ham í dag.

Kane skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og kom Tottenham í 2-0. Christian Eriksen kom síðan Spurs í 3-0, en West Ham náði að minnka muninn í 3-2 og var ekki langt frá því að jafna.

Var Kane orðinn eitthvað stressaður?

„Þegar þú ert kominn í 3-0 og endar svo á því að vinna leikinn 3-1 eða 3-2, þá er það alltaf stressandi, sérstaklega þegar þú ert manni færri. En þetta eru frábær úrslit," sagði Kane eftir leikinn.

„Ég sé það þegar fólk er að tala um mig á samfélagsmiðlum en ég hugsa ekki um það. Ég vil bara skora gegn hverju einasta liði."

„Við vitum að við þurfum að bæta okkur á heimavelli og ef við gerum það þá verðum við að berjast á toppnum. Að fá níu stig úr fyrstu þremur útileikjunum er mjö gott," sagði hann að lokum.



Athugasemdir
banner
banner