Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. október 2014 17:11
Elvar Geir Magnússon
Moratti slítur tengslum við Inter
Moratti og eiginkona hans.
Moratti og eiginkona hans.
Mynd: Getty Images
Massimo Moratti hefur slitið næstum 20 ára tengslum við Inter með því að segja upp sem heiðursforseti félagsins. Moratti er 69 ára og fékk titilinn eftir að hafa selt meirihlutaeign sína í félaginu til viðskiptamannsins Erick Thohir.

Moratti á enn hlut í Inter en fréttir herma að hann og Thohir séu ósammála í næstu skrefum varðandi framtíðaráform Inter.

Moratti varð forseti Inter 1995 og sat í þeim stól í 18 ár þar sem hann sá félagið vinna ítalska meistaratitilinn fimm sinnum, bikarinn fjórum sinnum auk þess sem liðið vann Meistaradeildina og Evrópudeildina.

Faðir Moratti, Angelo, var forseti Inter 1955-1968.
Athugasemdir
banner
banner
banner