Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 23. október 2014 15:34
Elvar Geir Magnússon
Norskur blaðamaður: Þetta er mjög niðurlægjandi
Mímir Kristjánsson.
Mímir Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mímir Kristjánsson er blaðamaður hjá fótboltablaðinu Josimar í Noregi. Hann er á Íslandi þessa dagana til að kynna sér íslenska fótboltann fyrir grein sem mun birtast í næsta tölublaði.

,,Það er auðvelt að gleyma hversu lítið Ísland er. Í Noregi var fólk að hlæja hversu lítið land Malta er eftir að við unnum þá 3-0. Það búa 550 þúsund þar og það er næstum tvöfalt meira en á Íslandi. Ísland vinnur Noreg, Holland og Tyrklandi og það yrði stórt kraftaverk ef liðið fer áfram á EM." sagði Mímir við Fótbolta.net í dag.

Íslenska landsliðið er í 28. sæti á nýjum heimslista FIFA en Norðmenn eru á sama tíma í 68. sæti. ,,Það er mjög niðurlægjandi að 320 þúsund manns geti gert svona mikið betur en við," sagði Mímir og bendir á að Norðmenn vilji læra af Íslandi.

,,Mikið af fólki í Noregi vill læra af því sem Ísland hefur gert. Þetta er ein stærsta fréttin í Noregi núna, hvað Ísland hefur gert til að ná árangri. Ég held að menn frá norska knattspyrnusambandinu muni koma hingað til að læra hvernig svona lítil þjóð getur staðið sig vel á stóra sviðinu."

,,Norðmenn geta lært af Íslandi, sérstaklega hvað varðar menntun þjálfara í yngri flokkum. Þetta er öðruvísi hér en í Noregi þar sem við erum með fótboltapabba sem hafa enga menntun þjálfa liðin. Margir þeir eru góðir en margir þeirra eru slæmir."

Íslenskir leikmenn hafa staðið sig vel í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

,,Mitt lið Viking hefur verið með fimm Íslendinga í liðinu og sá sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er Sverrir Ingason. Hann hefur spilað mjög vel og mun líklega fara í stærra félag á einhverjum tímapunkti. Við erum líka hissa á Jóni Daða sem er góður með landsliðinu ykkar en miðlungsmaður með Viking."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner