Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. október 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
„FIFA er sama um kvennafótbolta"
Megan Rapinoe.
Megan Rapinoe.
Mynd: Getty Images
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe segir að FIFA gefi í skyn að kvennafótbolti skipti engu máli miðað við tilnefningar á besta leikmanni í heimi.

FIFA mun verðlauna besta leikmann heims í kvöld en tilnefndar eru Carli Lloyd frá Bandaríkjunum, Lieke Martens frá Hollandi og Deyna Castellanos frá Venesúela.

Deyna er einungis 18 ára gömul en hún er ekki atvinnumaður í fótbolta. Deyna spilar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og það hefur vakið mikla athygli að hún sé tilnefnd til verðlauna.

„Verðlaunin hafa ekki mikla vigt þegar það er einhver á listanum sem ég hef aldrei heyrt um," sagði hin 33 ára gamla Rapinoe ósátt.

„Þetta sýnir okkur og öðrum í heiminum að FIFA er alveg sama."
Athugasemdir
banner
banner
banner