Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Rodgers: Átti ég að spila með sjö í vörn?
Vont partý í París
Vont partý í París
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, brást ókvæða við spurningum blaðamanna eftir að hafa beðið afhroð fyrir PSG í Meistaradeild Evrópu í gær.

Stórskotalið Parísar lék á als oddi og skoraði sjö mörk áður en yfir lauk. PSG vann 0-5 sigur á Celtic í Skotlandi en skoska liðið hefur áður fengið á sig sjö mörk undir stjórn Rodgers því liðið tapaði 7-0 fyrir Barcelona í fyrra.

Rodgers hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á að spila góðan fótbolta í þessum leikjum en hann er orðinn þreyttur á þeirri umræðu.

„Hvað viltu að við gerum? Við spiluðum með fimm í vörn. Viltu að við höfum sjö í vörn, einn á miðjunni og tvo frammi?" spurði Rodgers blaðamann BT Sport í leikslok.

„Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan þegar þú mætir álíka gæðum og PSG býr yfir."

„Leikmennirnir gáfu gjörsamlega allt í þetta og hlupu endalaust. Við gerðum mistök og okkur var refsað fyrir það. Við reyndum að lágmarka skaðann í síðari hálfleik og vera þéttir en þið sjáið mörkin sem þeir skora."

Hvað getum við gert meira varnarlega fyrir utan að hætta að gera mistök? Við munum læra af þessu og halda áfram,"
sagði lúinn Rodgers að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner