Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. nóvember 2017 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Slaven Bilic hafnaði West Brom
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Slaven Bilic, sem var nýlega látinn fara úr stjórastól West Ham, hafi hafnað að ræða við West Bromwich Albion um stjórastöðuna þar.

West Brom rak Tony Pulis á dögunum og er Gary Megson stjóri félagsins þar til betri kostur finnst. Talið er að Alan Pardew sé líklegasti arftaki Pulis.

Bilic hafnaði því að tala við forsvarsmenn West Brom því hann vill eyða tíma með fjölskyldunni framyfir áramótin.

Bilic gerði vel á sínu fyrsta tímabili með Hamrana og endaði í 7. sæti. Á síðasta tímabili endaði félagið í 11. sæti og var Króatinn látinn fara eftir slaka byrjun í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner