Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. mars 2017 10:23
Magnús Már Einarsson
Alli í þriggja leikja bann í Evrópukeppni
Mynd: Getty Images
UEFA hefur úrskurðað Dele Alli í þriggja leikja bann í Evrópukeppnum.

Ali fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á Brecht Dejaegere í 2-2 jafntefli gegn belgíska félaginu Gent í Evrópudeildinni í síðasta mánuði.

Tottenham er á góðri leið með að ná Meistaradeildarsæti en Alli tekur þá út þriggja leikja bann þar á næsta tímabili.

UEFA sektaði einnig Arsenal um 5000 pund í dag þar sem nokkrir stuðningsmenn liðsins komu hlaupandi inn á völlinn eftir 5-1 tap gegn FC Bayern í Meistaradeildinni.

UEFA sektaði Bayern líka um 3000 pund þar sem stuðningsmenn liðsins hentu klósettrúllum inn á Emirates leikvanginn til að mótmæla háu miðaverði.

Hér að neðan má sjá umræðu um Dele Alli úr sjónvarpsþætti Fótbolta.net í síðustu viku.
Sjónvarpið: Það væri skrýtið að skamma Alli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner