Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. apríl 2015 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Sky Sports: Gundogan semur við Man Utd í næstu viku
Ilkay Gundogan í leik með Dortmund
Ilkay Gundogan í leik með Dortmund
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er við það að ganga frá kaupum á Ilkay Gundogan frá Borussia Dortmund en það er fréttastofa Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld.

Gundogan, sem er 24 ára gamall miðjumaður, er samningsbundinn Dortmund til ársins 2016 en hann mun ekki framlengja samning sinn.

Dortmund ætlar sér að selja leikmanninn í sumar til þess að reyna að fá einhvern pening fyrir hann en það er Sky sem greinir frá því í kvöld að hann sé á leið til Manchester United.

Hann hefur undanfarin ár verið stórkostlegur með Dortmund en hann meiddist illa fyrir HM sem fór fram í Brasilíu og missti þar með af mótinu.

Leikmaðurinn var orðaður við stærstu félög Evrópu, þar á meðal Man Utd og Real Madrid en svo virðist sem hann sé á leið til United.

Talið er að Man Utd og Dortmund gangi frá kaupverði og samningum í næstu viku en ljóst er að þetta verður mikill hvalreki fyrir enska liðið takist honum að finna sitt gamla form.
Athugasemdir
banner
banner
banner