Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. apríl 2017 13:45
Magnús Már Einarsson
Courtois óttaðist að tímabilið væri búið eftir auglýsingaslys
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, segist hafa óttast að tímabilið væri búið eftir að hann meiddist á ökkla í körfubolta þegar hann var að taka upp auglýsingu.

Courtois var ekki með gegn Manchester United um þarsíðustu helgi en hann sneri aftur í sigrinum á Tottenham í enska bikarnum um helgina.

„Ég var hræddur um að tímabilið væri búið en sem betur fer var þetta ekki það slæmt," sagði Courtois.

„Ég fékk sendingu og vildi hoppa til að grípa boltann. Þegar ég lenti þá fór ökklinn illa. Ég var strax mjög bólginn."

„Ég verð að þakka læknaliði Chelsea fyrir að hjálpa mér að verða heill. Ég held að fáir hafi tognað á liðböndum og náð að spila aftur eftir eina og hálfa viku."

„Það að ég geti spilað núna er læknaliði Chelsea að þakka. Ég verð að þakka þeim og kannski kaupa vínflösku handa þeim."


Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur staðfest að hann ætli að ræða við forráðamenn félagsins um þátttöku leikmanna í auglýsinga verkefnum í framtíðinni eftir þetta atvik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner